Kynna sér málið!

Áður en fólk missir sig enn meira í dómarastarfinu sínu ætti það að kynna sér lög og reglur varðandi meðferð flóttamanna.

Það er ekki heimilt að veita manninum hæli svona. Ef það á að veita mönnum (og konum) hæli þarf það að gerast samkvæmt sérstöku kerfi, í samráði við önnur lönd. Þegar menn koma í gegn um önnur lönd, á leið til Íslands, eiga þeir að sækja um hæli þar.  Ef við lítum framhjá því, brjótum við lög.

Er fólk ekki alltaf að segja að stjórnvöld eigi að fara að lögum? Er það kannsi bara þegar það hentar og hljómar vel?

Ég er ekki að segja að kerfið sé fullkomið, við leyfum erlendum glæpamönnum að vera hérna og rekum menn út sem hafa unnið að mannréttindum, en þetta eru samt sem áður lög og við verðum að fara að þeim.

Varðandi fíflin sem hlupu út á flugbraut (þ.e.a.s. ef þeir komust það langt) þetta var hættulegt, asnalegt og barnalegt.  Í mörgum öðrum löndum hefðu mennirnir verið skotnir, engir sénsar teknir (hryðjuverkaóttinn) enda dettur engum heilvita manni í hug að mótmæla á þennan hátt.

Ég vona að þeir fái fáránlega langan dóm.


mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað eins og hver önnur þvæla að eini valkosturinn í stöðunni hafi verið sá að vísa manninum úr landi. Það kemur skýrt fram í lögunum að ef aðstæður séu sérstakar eða ef mannúðarsjónarmið vegi þyngra, þá megi ríki taka við flóttamanni sem hafi fyrst lant annarsstaðar.

Hvað varðar sleggjudóm þinn yfir þeim sem mótmæltu með einu aðferðinni sem mögulegt var að næði athygli áður en hann færi úr landi, þá er hann ekki svaraverður en sakir ofnæmis míns fyrir fólki eins og þér þá vona ég að þú eigir eftir að þjást að þrálátum þvagleka. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi maður var í flugvél sem millilenti á Ítalíu, bara millilenti. Ef það er tekið sem þannig að hann "hafi komið við í öðru landi" er það ekkert nema smámunasemi. Varðandi dómarastörf þá ert þú þegar búinn að setja þig í dómarasæti yfir þeim, þeir séu fífl og ekki heilvita menn. Og þú óskar þeim fáranlega langra dóma. Er það ekki áfellisdfómur?

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 12:05

3 identicon

það er enginn að fárast yfir því, heldur staðreyndinni að maðurinn var sendur í burtu án þess að málið væri tekið til meðferðar! það eiga allir rétt á því að mál sitt sé skoðað ítarlega, ekki bara sparka honum burt.

íris (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: Hin Hliðin

Það sem einkennir alltaf þá sem hafa ekki rök er það að þurfa að grípa til árása og skætings.

Ég vil ekki kalla þetta sleggjudóm yfir mönnunum sem fóru inn á flugverndarsvæðið við Keflavíkurflugvöll enda hafði þetta ekkert að segja varðandi brottvísunina.  Það er hellingur sem hefði verið hægt að gera annað en að fara út á flugbraut til að vekja athygli á málinu.

Kæra Eva, ég hef ofnæmi fyrir fólki eins og þér en ég vona að þú eigir ekki eftir að þjást af þvagleka.

Hin Hliðin, 3.7.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mikið terystir fólk hér Ítölum illa fyrir að fara yfir mél þessa manns og fara með hann af mildi.

Maðurinn fékk ekki hæli hér og var því vísað úr landi til þess lands sem hann kom frá.  Allt eftir ritualinu.

Mildandi ástæður voru ekki fyrir hendi, að mati yfirvalda, ergo, ekki var ákvörðuninni breytt.

Um hlaupamennina mætti segja, að EF flugvél hefði farist í afeða aðflugi, vegna þeirra og margi farist, hefðu þeir þá verið HETJUR í hugum þeirra sme he´r hafa tjáð sig um karlmennsku þeirra?

ÉG er einn þeirra sem vill ekki eiga það á hættu, að einhver auli hlaupi í veg fyrir flugvél, sem börn mín væru farþegar í.  Svo tel ég vera með flesta feður.

Það er hinns vegar afar manleg viðbrögð, að vilja kom aí veg fyrir að einhverjir verði teknir af lífi.  Það er nefnilega svo, að það kemur ætíð við menn og Á að koma við menn EN hér er ekki hægt, né líðandi, að fallið verði frá lagabókstafnum í einu né neinu, til þess er mannvonskan og flóttamannavandinn í heiminum OF STÓR.

Svo bið ég menn íhuga AF hverju innflutningslöggjöfin og reglur um stöðu flóttamanns, séu í endurskoðun og hafi verið hertar til muna í ESB.

Einhverjar eru ástæðurnar og ef þær eru fyrir hendi þar, verða þær fyrir hendi hér.

Líkt og við getum ekki bjargað öllum fuglum himinsins og ungum mófugla, frá ránfuglum, (sem eru bara að framfleyta sínu ungviði) getum við ekki breytt reglum bara að vild, eftir því sem tilfinningarnar hreyfa við okkur.

Því miður

Bjarni Kjartansson, 3.7.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband