Færsluflokkur: Bloggar

Asnar

Andskotans apaheilar eru þetta.  Það eina sem fólkið græðir á því að veitast að lögreglunni þarna er það að lögreglan mætir betur búin næst.

Næst þegar "friðsamleg" mótmæli eru skipulögð þá eigið þið eftir að sjá lögreglumenn með skildi, hjálma og stórar kylfur.

Ég vona að þið séuð ánægð.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zeitgeist

Ég hef ákveðið að setja hlekk á þessa mynd við sem flestar fæslur sem tengjast efnahagsástandinu.  Ég hvet alla til að horfa á myndina.

 

http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur, TAZER!

Jæja, eru enn einhverjir í vafa um það að lögreglan þurfi að fá tazer sem fyrst?
mbl.is Fólskuleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur

Hvaða lið er eiginlega að vinna sem dómarar í Hæstarétti?  Í alvöru talað, er ekki kominn tími til að taka eitthvað til þarna?
mbl.is Ríkinu gert að greiða miskabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ekkert að segja

Það hefði ekkert að segja að banna byssueign eða að banna mönnum að ganga með skammbyssur á almannafæri.  Þeir einu sem færu eftir slíkum reglum eru þeir sem almennt fara eftir lögum og reglum.  Ég leyfi mér að efast um að einhver sem hefur ákveðið að myrða fólk, hætti skyndilega við því að það er bannað að vera með byssur.

Eins og einn benti á í annari færslu þá varð skotvopnaeign í Bretlandi fyrst vandamál þegar slík vopn voru bönnuð en þá fylltist allt af ólöglegum vopnum og þeir einu sem fóru eftir nýrri vopnalöggjöf voru þeir sem almennt fóru eftir lögunum.  Þeir sem við þurfum að hafa áhyggjur af eru þeir sem svona lög hafa engin áhrif á!  Það hefur margoft sýnt sig að boö og bönn virka ekki á þá sem ætla að brjóta af sér.


mbl.is Vill herða byssulöggjöf Finna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstólar

Það er alveg með ólíkindum hvað dómar eru fáránlegir hér á landi. Maðurinn var dæmdur fyrir húsbrot, eignaspjöll, líkansárásir (í fleirtölu), vörslur fíkniefna (líka í fleirtölu), vopnalagabrot og fíkniefnaakstur.

Fyrir þetta þarf maðurinn að sitja inni í einn mánuð.  Einn skitinn mánuður í fangelsi fyrir að berja mann og annan, brjótast inn, skemmdarverk og margt fleira.

Réttarkerfið okkar er drasl!!


mbl.is Fimm mánaða dómur fyrir margvísleg brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig?

Bíddu, hvernig gat þetta gerst?  Eru byssur ekki bannaðar í Bretlandi?
mbl.is Unglingur skotinn til bana í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægara sagt en gert

Auðvitað ættu svona menn að fara strax í fangelsi en okkar yndislega kerfi býður ekki upp á það.

Það virðist vera alveg sama hvað menn gera af sér, menn eru aldrei settir inn nema bara á meðan rannsókn fer fram og þá bara ef viðkomandi getur skaðað rannsóknina.


mbl.is Hlutverk lögreglu og dómara að dæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynna sér málið!

Áður en fólk missir sig enn meira í dómarastarfinu sínu ætti það að kynna sér lög og reglur varðandi meðferð flóttamanna.

Það er ekki heimilt að veita manninum hæli svona. Ef það á að veita mönnum (og konum) hæli þarf það að gerast samkvæmt sérstöku kerfi, í samráði við önnur lönd. Þegar menn koma í gegn um önnur lönd, á leið til Íslands, eiga þeir að sækja um hæli þar.  Ef við lítum framhjá því, brjótum við lög.

Er fólk ekki alltaf að segja að stjórnvöld eigi að fara að lögum? Er það kannsi bara þegar það hentar og hljómar vel?

Ég er ekki að segja að kerfið sé fullkomið, við leyfum erlendum glæpamönnum að vera hérna og rekum menn út sem hafa unnið að mannréttindum, en þetta eru samt sem áður lög og við verðum að fara að þeim.

Varðandi fíflin sem hlupu út á flugbraut (þ.e.a.s. ef þeir komust það langt) þetta var hættulegt, asnalegt og barnalegt.  Í mörgum öðrum löndum hefðu mennirnir verið skotnir, engir sénsar teknir (hryðjuverkaóttinn) enda dettur engum heilvita manni í hug að mótmæla á þennan hátt.

Ég vona að þeir fái fáránlega langan dóm.


mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsing gerandans

Hver ætli refsing gerandans hafi verið?

 

Ég hef almennt ekki verið fylgjandi dauðarefsingum en maður hugsar sig um í svona tilfellum.

Annars væri ágætt að láta kvikindið dúsa í þrælabúðum það sem eftir væri.


mbl.is 11 ára gamalli stúlku heimilað að fara í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband