Skrítið....

Það er ekkert skrítið að menn skuli ráðast á lögreglu í starfi og það er heldur ekkert skrítið að þeim brotum fjölgi.

Mönnum er nefnilega nánast aldrei refsað fyrir slík brot og þá sjaldan sem refsað er þá erum við að tala um mánaðar skilorð fyrir kjaftshögg, spörk og þaðan af verra.    En ef lögreglan aftur á móti gerir eitthvað til baka, t.d. slær með kylfu eða jafnvel kýlir í sjálfsvörn þá garga allir LÖGREGLUOFBELDI.

Dómskerfið er fáránlegt.


mbl.is Ofbeldisbrotum gegn lögreglumönnum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það algengasta við svona brot er að viðkomandi er yfirheyrður á lögreglustöð og síðan sleppt og málið telst upplýst.

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2007 kl. 17:39

2 identicon

Fjölgunin stafar fyrst og fremst af því að innan landsambands lögreglumanna var mikil einhliða umræða um þessi brot. Það gerði það að verkum að fleiri lögreglumenn kæra atvik sem þeir hefðu annars ekki gert. Þessar tölur eru úr málaskrá lögreglu en ég er ekki viss um að fjölgunin skili sér til dómstóla þar sem lögfræðimgar lögregluembættanna fella þau gjarnan niður auk þess sem þau sæta ákæruvaldi ríkissaksóknara sem fellir mikið niður. M.ö.o. lögfræðingar refsivörslukerfisnins eru ekki sammála lögreglumönnum um hvað teljist brot á umræddum ákvæðum lögreglulaga og hegningarlaga. Það er því varasamt að draga nokkrar ályktanir af þessari tölfræði.

Eyjólfur Eyjólfsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Hin Hliðin

106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.]2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.]3)
[Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum

Ég fæ ekki betur séð en að þessi 106. gr. almennra hegingarlaga sé nokkuð skýr varðandi þessi brot.  Það þarf ekki einusinni að vera ofbeldi í árásinni, það er nóg að hóta því miðað við þessa grein.

Önnur málsgrein segir aftur á móti að sá sem tálmar því að lögreglumaður gegni skyldustörfum sínum skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.  Gætu ýtingar og tog ekki átt við þarna?  Svo er annað... Afhverju í ósköpunum þurfa lögreglumenn sjálfir að kæra þessi brot?  Þetta er ekki líkamsárás, það er allt önnur lagagrein.

Hin Hliðin, 4.9.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæll.. Hin Hliðin eða hvað sem þú kýst að kalla þig...

Mig langar að svara spurningu þinni sem ég var að sjá á heimasíðu Ólafs skordals..  Ekki man ég nákvæmlega hvernig spurningin hljómaði orðrétt en hún var eitthvað í þá lund..
Hvaða staðfestingu hefur þú fyrir þér að lögrelgan brjóti lög í  skjóli valdsins ? ..

ÞAð vill nú svo til að ég HEf UNNIÐ MÁL GEGN LÖGRELUNNI FYRIR HÉRAÐSDÓMI vegna ólöglegra handtöku á mér og félögum mínum. ÞVí voru þeir sjálfskipuðu SÉRFRÆÐINGAR SEM KOMUST AÐ ÞVÍ AÐ LÖGREGLAN BRAUT LÖG Í SKJÓLI VALDSINS í raun og veru héraðsdómur þessa lands..... 

Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi góða reynslu af lögreglunni en því miður er það af og frá.. Auðvitað fylgir þessu starfi mikil ábyrð en því miður þá finnst mér allt of stór hluti lögrelgunar ekki vera starfi sínu vaxin. 

Brynjar Jóhannsson, 13.9.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband