Það er alveg óþolandi þegar lögreglan lætur sér detta í hug að sinna vinnunni sinni og sekta menn sem leggja ólöglega. Að þeir skulu dirfast að leyfa sér þetta.
Þessir bévítans vörubílstjórar eru ekkert nema aumingjar. Þeir vita að þeir eru að brjóta lög og þeir vita að þeir eru að leggja ólöglega. Svo þegar lögreglan kemur á staðinn og gerir það sem hún á að gera þá verða þeir fúlir.
Lögreglan hefur tekið allt of mjúklega á þeim hingað til. Það á reyndar við um aðra líka.
Mikill hiti í bílstjórum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held nú að 70-85% þjóðarinnar styðji bið bakið á þessum úrvalsmönnum sem eru að berjast fyrir okkur öll.
Þetta eru mótmæli, það er mjög alvarlegt að fólk fái ekki að mótmæla. Tökum frakka sem fyrirmynd þar væri öll þjóðinn að stöðva umferð.
Stjanastuð (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:59
Hvað eru þeir að berjast fyrir okkur öll? Þeir eru bara að berjast fyrir sjálfan sig en ná að plata fólk eins og þig, þetta snýst mest um þungaskatt, hvíldartíma og þessháttar. Álögur ríkis eru lægstar á Íslandi miðað við norðurlandaþjóðir sem við erum alltaf að bera okkur saman við.
Það er allt í lagi að mótmæla ef þeir þurfa ekki að brjóta lög endalaust!
Af hverju eru þeir undanþegnir lögunum?
er ekki bara um að gera að frelsa sprautunála ræningjann, hann er jú geðveikur, bannað að níðast á minni máttar
Þórður Helgi Þórðarson, 3.4.2008 kl. 13:06
Lög eru lög og þeir eiga ekkert að komast upp með að brjóta þau þó þeir séu að mótmæla.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:07
Stjanastuð, ég held einmit að 72,3 til 87,36 prósent þjóðarinnar vilji ekkert með þessi svokölluðu mótmæli hafa.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.