Ég hef alltaf jafn gaman af því þegar fólk er að gagnrýna BNA fyrir skoðanir þeirra varðandi skotvopn. BNA er einhvernvegin alltaf alveg skelfilega auðvelt skotmark þegar kemur að .... jaaaa .... öllu.
Í mörgum löndum í heiminum eru frjálsari vopnalög en í BNA, afhverju er ekki verið að gagnrýna þau?
Það er ekki frjálsræðið með vopnin sem gerir Bandaríkin svona eins og þau eru, það er fólkið sjálft og kerfið almennt. Ég sé ekki fréttir frá Austurríki varðandi heimsk vopnalög. Þar máttu kaupa það sem þig þangar í, þegar þig langar í það.
Austurríki er bara eitt land af mörgum það sem lögin eru frjálsari en í BNA.
Ástæðan fyrir því að vopnalög eru frjáls í mörgum löndum er sú að ráðamenn í þeim löndum gera sér grein fyrir því að glæpamenn fara almennt ekki eftir lögum. Þeim er alveg sama hvort lög segja að þeir megi ekki bera vopn á almannafæri, þeir bara gera það. Ráðamenn þeirra landa gefa því löghlíðnum almenning kost á því að vera a.m.k. jafn vel tækjum búin og glæpamennirnir ef eitthvað skyldi koma upp á.
Það er afskaplega einfallt mál að vopnalög og önnur höft virka ekki á móti fólkinu sem það þarf að virka gegn. Sbr. D.C. Í fáum borgum í BNA er jafn mikið um morð og ofbeldisglæpi, samt mátti almenningur ekki vera með skammbyssur....?? Það á örugglega eftir að vera breyting á statíkinni frá D.C. núna þegar almenningur má ganga með skammbyssur.
Fyrir þá sem trúa því ekki má benda á að í Ástralíu (1996) og Englandi (1997) var fólki gert nánast ómögulegt að eiga skotvopn. Glæpamenn fóru ekki eftir nýjum vopnalögum og hafa aldrei haft það eins gott. Ofbeldisglæpum s.s. nauðgunum, ránum, innbrotum o.þ.h. fjölgaði mjög mikið. Gæti þetta verið út af því að löghlýðið fók hafði ekki lengur neitt sem glæpamönnum gat stafað ógn af?
Réttur Bandaríkjamanna til skotvopnaeignar staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur þú nokkurntíma heyrt um Lott & Mustard? (Já, gæinn heitir sinnep í alvöru...) Þeir komust empírískt að sömu niðurstöðu og þú virðist vera að gefa þér.
Kíktu á það.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.6.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.