Asnar

Andskotans apaheilar eru þetta.  Það eina sem fólkið græðir á því að veitast að lögreglunni þarna er það að lögreglan mætir betur búin næst.

Næst þegar "friðsamleg" mótmæli eru skipulögð þá eigið þið eftir að sjá lögreglumenn með skildi, hjálma og stórar kylfur.

Ég vona að þið séuð ánægð.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

þú ert asninn

Omar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:16

2 identicon

Fólk er bara búið að fá nóg. Mikill hiti í fólkinu... efast um að fólk sé að hugsa mikið um viðbúnað lögreglu í næstu mótmælum.

Undarlegt að sjá þig kalla þetta fólk apaheila sem er að mótmæla hvernig komið er fram við okkur Íslendinga.

En.. hafðu það bara gott í hægindastólnum þínum fyrir framan 40 tommu flatskjáinn þinn. Augljóst að þú hefur ekki farið illa út úr þessari kreppu. Það eru hinsvegar margir sem hafa gert það og mér finnst lélegt þegar menn gagnrýna það fólk.

Þetta er það eina sem það getur gert. Að mótmæla. Dapurlegt að þú sjáir það ekki, enda ertu augljóslega hálfgerður kjáni.

Einar Bjarni (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Hin Hliðin

Einar Bjarni.  Ég er að missa húsið mitt, bílinn minn og þakka fyrir hvern þann dag sem ég held vinnunni minni þannig að þú skalt ekki vera að segja mér fyrir verkum.

Málið er bara það að þessar aðgerðir hafa ekkert að segja ef þetta er unnið svona.  Ofbeldi skilar aldrei neinu nema harðari aðgerðum og það er það síðasta sem að við þurfum á að halda hérna eins og staðan er í dag.

Egg, skyr, jógúrt, ég styð það og vil sjá meira af því en það má samt ekki fara út í ofbeldisaðgerðir.  Það virkar aldrei og kallar bara á aukinn viðbúnað lögreglu.

Þar fyrir utan þá þarf ekki mikið að fylgjast með fréttum til að sjá það að það er verið að vinna hörðum höndum í að reyna að laga ástandið.  Svo er það önnur saga hvort það sé verið að reyna rétta hluti.

Hin Hliðin, 8.11.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Púkinn

Sá sem græðir mest á þessu er væntanlega Björn Bjarnason, sem mun nota þetta til að rökstyðja nauðsyn þess að koma á fót sérþjálfaðri óeirðalögreglu.

Ráðamenn munu afskrifa þetta sem skrílslæti og mótmælendur munu engu fá áorkað...minna en engu, ef eitthvað er.

Púkinn, 8.11.2008 kl. 16:40

5 identicon

Já sorglegt hvernig hægrimenn eru búnir að fara með þjóðfélagið.

Valsól (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:43

6 identicon

Lifi byltingin!!!!! 

skvaldur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:54

7 identicon

Hvar stendur að lögreglumaður hafi verið laminn eða troðinn undir? Það er mynd með fréttinni þar sem stendur undir: "Mótmælendur veitast að lögreglu!" Mér sýnist þá að með því sé verið að meina að fólk standi alveg ofan í honum Geir Jóni og er fyrir. Getur einhver nefnt dæmi um ofbeldi í þessum mótmælum? Annað en andlegt kannski...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:12

8 identicon

Ég var þarna og þetta voru friðsamleg mótmæli. Nokkrir gaurar voru í því að kasta eggjum og einn fór uppá Alþingishús með fána. Þegar átti að ná honum niður hópaðist fólk að til að fylgjast með og mér skilst að einhverjir hafi reynt að slá skjaldborg utanum klifrarann til að forða honum frá handtöku. Það tókst þó ekki og mér er sagt af þeim sem voru vitni að hann hafi verið tekinn af óeinkennisklæddum mönnum (sem segir okkur að sennilega hafi verið meira um viðbúnað lögreglu en sást). Ég mun seint samþykkja að það að reyna að þvælast fyrir lögreglunni og subba aðeins út Alþingishúsið gæti talist til óeirða eða ofbeldisfullra mótmæla. Við vorum langflest sallaróleg.

María (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:43

9 identicon

Sæl Öllsömul.

Skil ósköp vel að fólk sé óánægt og mótmæli af krafti.

Því miður gat ég ekki verið þarna í dag.

Af þeim myndum sem sást af þessum mótmælum, þá lét fólk ófriðlega. Get vel skilið það.

Ekki stór skaði þó tákn lýðræðis í landinu sé atað eggjum skyri og auri af almenningi.  Er skoðun þeirra sem slíkt gera á valdhöfum.

Mér sýndist að lögreglan hafi staðið sig vel.

Lögreglumenn eru eflaust líka að þjást vegna óstjórnar  valdhafa, lögreglumenn hljóta einhverjir að vera að missa hús og bíla, og makar einhverra þeirra vinnuna. 

Eftir myndum að dæma, þá nýta mótmælendur styrk sinn með fjöldanum gegn lögreglu, en ekki ofbeldi. Lögreglan virðist ekki beita ofbeldi, er í varnarstöðu. Gekk sems sagt allt vel, eða hvað ?

Mótmælendur komu reiði sinni á framfæri án töluverðs eignartjóns, og egin varð fyrir alvarlegum meiðslum. 

Ekki slæmt, er það ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson. 

Heimir H: Karlsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:18

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sá sem var handtekinn var ekki sá sami og hífði fánann upp. Fánahífarinn slapp og er víst nú eftirlýstasti maður á Íslandi.

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 02:19

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki með ofbeldi einu og sér.

Ofbeldi er oft fylgifiskur byltinga, en byltingar eru sjaldan fylgifiskur ofbeldis.

Vésteinn Valgarðsson, 10.11.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband