Bloggdómarar

Það er alveg ótrúlegt að lesa sumar færslurnar hérna.  Sumir óska þeim sem felldu björninn dauða (snúa byssunum öfugt, voðaskot o.f.l.) á meðan aðrir sjálfskipaðir sérfræðingar vita alveg hvernig á að snúa sér í svona málum.

Ef þið eruð svona klárir, af hverju buðuð þið þá ekki fram aðstoð ykkar?

Það eruð þið sem eruð fíflin, sitjandi fyrir framan tölvuna ykkar og gagnrýna þá sem þurfa að taka ákvarðanirnar og sjá um vinnuna.


mbl.is Reynt að koma í veg fyrir að fella þurfi næsta hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú heldur að það þýði eitthvað að bjóða fram aðstoð sína í svona málum? Stjórvöld þykjast hafa stjórn á málunum. Fyrst dýralæknirinn sem hafði deyfilyfið undir höndum gat það ekki, hvers vegna ætti skítugur almúginn að geta það?

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Þeir sem ákvörðu þessar ólögulegu dráp á dýri sem er í útrýmingarhættu eiga bera ábyrgð á þessu máli. Og það þarf engan sérfræðinga til að sjá hvað þetta var "fiflaleg" ákvörðun að fella dýrið, vegna þess að Hvítabjörnin var ekki að ógna fólki, heldur var það fólkið sem var að ógna sjálfum sér.

Pálmi Freyr Óskarsson, 3.6.2008 kl. 22:01

3 identicon

Sammála hinni hliðinni! Ísbjörn er hættulegur, það er ekki hægt að girða hann af, ekki hægt að elta hann um fjöll og firnindi í þoku á allt að 60 km hraða. það er ekki hægt að reka svona dýr og ef tekist hefði að svæfa hann hvar átti að geyma hann kannski í gluggalausum gámi. Það er ekki víst að leyfi fengist alveg á næstunni til að sleppa dýrinu. Því miður varð að lóga honum.

ha ha (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

ha ha: Þú skalt athuga að 60 km hraði miðast við hans rétta heimkynni í snjó. Enn ekki við íslenskt sumaraðstæður.

Pálmi Freyr Óskarsson, 4.6.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Svo hefur verið sniðugt að gefa honum hvalkjöt að borða, svo hann róist.

Pálmi Freyr Óskarsson, 4.6.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband